Um Okkur

Picture - Complete online stamp catalogue

Um okkur

Þakka þér fyrir að heimsækja Stampworld.com
StampWorld.com is alþjóðlegt verkefni búið til að fólki hvaðanæva af úr heiminum. Upprunaleg hugmynd var þróuð af litlum hóp frímerkjasafnara. Niðurstöður þrotlausrar vinnu sem tók fjöldamörg ár er nú loksins komin á netið handa þér og öðrum.

Hér fyrir neðan geturðu lesið meira um áætlanir okkar fyrir StampWorld.com. StampWorld.com er vefsvæði þar sem frímerkjasafnara og áhugamenn um frímerki hittast. Hugmyndin með StampWorld.com er að gera frímerkjasöfnun auðveldari en hún hefur verið. Ef þú heldur áfram að lesa muntu heyra meira um:

  • Hugmyndin með Stampworld.com
  • Hversu langt erum við kominn í að þróa Stampworld.com?
  • Hvernig munum við þróa Stampworld.com í framtíðinni?

Hugmyndin með Stampworld.com

Áður en við byrjuðum á Stampworld.com var hugmyndin sú að gera síðu sem yrði það fyrir frímerkjasöfnun sem iTunes var fyrir tónlist. Við vildum búa til fullkomna síðu fyrir frímerkjasafnara og áhugamenn. Við viljum að Stampworld sé síða sem bíður uppá allt sem tengist frímerkjum:

  • Stampworld.com er yfirgripsmesti frímerkjavörulisti sem nokkru sinni hefur verið búin til.
  • Við viljum þróa Stampworld sem stað þar sem notendur geta fengið að vita allt um frímerkjasöfnun. Stað til þess að ræða um, kaupa og selja frímerki.
  • Stampworld á að vera þín aðalsíða fyrir allt sem tengist frímerkjum.
  • Svæði þar sem allir geta hittst burtséð frá tungumáli eða þjóðerni og tengst í gegnum frímerkjaáhuga sinn.

Picture - Facebook for stamp collectors

Facebook handa frímerkjasöfnurum

Stampworld er Facebook frímerkjasafnara, hér finnurðu aðra frímerkjasafnara og eignast vini hvaðanæfa af úr heiminum sem eiga sama áhugamál og þú. Eins og á Facebook geturðu sent skilaboð til annara notenda, fengið pósta á vegginn þinn og búið til vinalista. Þetta er staður þar sem þú getur skráð þig inn daglega og tékkað á skilaboðum.

Hversu langt erum við kominn í að þróa Stampworld.com?

Þetta eru hugmyndirnar sem við vinnum að. Þótt við séum ekki komin þangað ennþá erum við að vinna á fullu að því að komast þangað. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir það sem við höfum þegar gert og er aðgengilegt á Stampworld.

Stæsta safn frímerkja á netinu.

Í dag bíður StampWorld.com uppá yfirgripsmesta frímerkjalista í heimi. Þú getur fundið meira en 650.000 frímerki hér og fleiri bætast við á hverjum degi. Frímerkjalisti okkar er á netinu sem kemur sér vissulega að góðum notum:

  • Þú getur búið til sérsniðinn frímerkjavörulista úr frímerrkjasafninu þínu.
  • Þú getur búið til óskalista með öllum frímerkjum sem langar í.
  • Þú getur notað ítarleit til þess að finna frímerki í einkasafninu þínu. Með þessu móti geturðu fengið áætlað verðgildi þeirra fljótt og örugglega.
  • Síðan hefur verið þýdd á næstum fimmtíu tungumál.

Picture - Buy and sell stamps online

Þú getur keypt og selt frímerki.

StampWorld.com er staður fyrir notendur til þess að hitta aðra notendur og kaupa svo og selja frímerki hvort frá öðrum. Þú getur á skömmum tíma séð hvaða frímerki þig vantar í safnið og keypt það undir eins. StampWorld.com er vefsvæði þar sem þú getur vonandi fundið öll gömlu og sjaldgæfu frímerkin (nú eða splúnkuný frímerki) sem þú þarft til þess að fullkomna frímerkjasafnið þitt.

Yfir 175.000 mismunandi frímerki til sölu.
Eins og er eiga notendur StampWorld.com meira en 175.000 frímerki til sölu og magnið eykst sífellt. Þessi frímerki eru frá meira en 200 mismunandi löndum. Á degi hverjum koma ný frímerki á sölu frá notendum okkar. Markmið okkar er að ná bróðurhluti frímerkja í heiminum innan eins árs.

Keyptu og seldu frímerki án þess að tala sama mál og hinn viðskiptaaðilinn.
Stampworld.com hefur þróað kaup og sölukerfi þar sem tungumál þarf ekki að þvælast fyrir. Þú getur keypt of selt frímerki án þess að tala tungumál þess sem þú verslar við. StampWorld.com hefur verið þýdd á næstum 50 tungumál. Kaup og sölu ferlið hefur verið þróað á þann hátt að þú sérð aðeins texta á því tungumáli sem þú vilt sjá hann.

Finndu viðeigandi hlekki.
Stampworld.com er einnig staður þar sem þú getur fundið þá hlekki á aðrar síður sem eiga hvað mest við þig. Hér muntu finna hlekki á nálægar póstþjónustur, sala, frímerkjaklúbba, frímerkjaviðburði og miklu miklu meira.

Hvar verðum við í framtíðinni?

Hér að ofan höfum við skýrt grundvallar hugmyndir okkar og hvar við erum í dag í því að ná markmiðum okkar. Við erum þó vel meðvituð um það að við eigum ýmislegt eftir ógert. svosem að bæta spjallþráðin og uppboðin. Hér að neðan finnurðu upplýsingar um stefnumál okkar í framtíðinni.

500.000 notendur á einu ári.

Þetta gæti svosem hljómað eins og ansi mikið af frímerkjasöfnurum. En, byggt á því jákvæða viðmóti sem við höfum fengið teljum við þetta raunhæfa tölu. Á hverjum degi sjáum við fleiri og fleiri frímerkjaáhugamenn nota síðuna okkar eitthvað sem við ætlum að sjálfsögðu að gera okkar besta til þess að auka.

Spjallsvæði fyrir safnara og áhugamenn.

Við viljum skapa einstakt svæði þar sem þú getur spurt allra þinna spurninga og fengið svör annara notenda við þeim. Þetta er staðurinn til þess að ræða allt hvað varðar frímerki. Dæmi um umræðuefni gæti verið:

  • Spyrðu um verðgildi. Hversu verðmæt eru frímerkin mín?
  • Spyrðu söluaðila um einstök frímerki.
  • Spyrðu spurninga um sérstök svæði eða þemur.
  • Spyrðu hvaða spurningu sem er sem þú heldur að einhver af þeim 500.000 sem við höfum geti hjálpað þér með.

Picture - Connecting stamp collectors worldwide

Tengir fólk.

StampWorld.com vill gera frímerkjastöfnurum og áhugamönnum auðveldara að hittast. Hugmynd okkur er sú að frímerkjasöfnun verði enn skemmtilegri ef þú hefur einhvern til þess að ræða hana við. Helstu tólin til þess eru spjallsvæðið svo og innra póstkerfi okkar þar sem þú getur sent skilabið til annara meðlima Stampworld.com. Í framtíðinni viljum við halda áfram að þróa nýja notkunarmöguleika á StampWorld.com eins og; að leita af notendum nálægt þér, leita af notendum með svipuð áhugamál eins og þú og svo framvegis.